







Stjörnupeysa
Fínleg lítil munstur hafa alltaf höfðað til mín. Það er eitthvað svo fallegt við heildarmyndina sem hið smáa framkallar. Fjögurra lykkju endurtekning sem býr til yfirborð sem er með mikla dýpt og virðist flókin en er samt svo einstaklega einföld. Hér eru myndir af nokkrum peysum sem allar eru prjónaðar með einföldu fjögurra lykkju munstri þar sem litir og áferð fá norið sín.

The Glacier Sweater
Í mörg ár hefur sonurinn beðið um fjallapeysu og nú er loksins komið að því. Úr íslenskri ull frá Gilhaga - undurmjúk og í náttúrulegum sauðalitum.

A new website!
Finally I got around to remaking my website. I am pretty happy with the results and have seriously sorted out my stuff, leaving mostly things I am happy with.

too many sweaters?
Þetta hugsa ég stundum þegar ég er enn eina ferðina nýbúin að kaupa mér garn í nýja peysu (sem mig vantar ekki) og verður litið inn í fataskápinn – sem er; svo vægt sé til orða tekið stútfullur af heimaprjónuðum peysum sem eru mis mikið notaðar. Og þetta er ekki lítill fataskápur!! Við nýafstaðna flutninga á milli landshluta var tekin sú sársaukafulla ákvörðun að selja/gefa/losa sig við nokkrar sem komu í ljós alveg aftast í gamla fataskápnum – já reyndar alveg steingleymdar. Sem þýðir í raun að þeirra var ekki saknað, jafnvel árum saman.

The Knitting Lesson
Fyrir nokkrum árum keypti ég undurfallega bók sem er óður til handavinnu og handverks. Hún liggur oft á prjónaborðinu mínu og ég fletti henni af og til og verð fyrir innblæstri af fallegum málverkum sem sýna handverksfólk fyrri tíma með handavinnuna sína.

The Knitting Spell
The following lecture was made for a knitting festival (Prjónagleði) held in Blönduós, Iceland in June 2016.
Hello my name is Helga and I am an addict! A knitting addict.