Stjörnupeysa

IMG_1545.jpeg

Litlar Stjörnur

Auðvelt að læra - Gaman að prjóna!

Fínleg lítil munstur hafa alltaf höfðað til mín. Það er eitthvað svo fallegt við heildarmyndina sem hið smáa framkallar. Fjögurra lykkju endurtekning sem býr til yfirborð sem er með mikla dýpt og virðist flókin en er samt svo einstaklega einföld. Hér eru myndir af nokkrum peysum sem allar eru prjónaðar með einföldu fjögurra lykkju munstri þar sem litir og áferð fá norið sín. 

IMG_1591.jpeg

Jameson & Smith 2ply Jumper Yarn

Hægt að leika sér endalaust með liti!

Hönnun peysunnar er innblásin af gamalli peysu sem talin er vera frá sirka 1920 sem pólfarinn Knud Rasmunsen (1879-1933) sem var hálfur dani og hálfur grænlendingur klæddist í mörgum af jöklaferðum sínum. Til eru nokkrar myndir af Rasmunssen, sem hafði viðurnefnið Hvíti Eskimóinn, í peysunni sem kölluð var „íslenska peysan“ (islander) og var sögð einstaklega hlý, einföld í prjóni og aðallega prjónuð með notagildi og endingu í huga. Peysan er einstaklega stílhrein og einföld og var tvíbandapeysa í náttúrulegum sauðalitum, þykk og hlý. Hér hefur þessi hugmynd verið tekin og uppfærð til nútímans og er útkoman létt og hlý ullarpeysa sem hentar vel í útivist, undir yfirhafnir og eða yfir kjóla og leggings. Lögð hefur verið áhersla á að peysan sé létt og einföld í prjóni og gefi tækifæri til að nota marga eða fáa liti allt eftir óskum prjónarans.

Peysan er prjónuð ofan frá og niður, með frekar víðu og þægilegu hálsmáli, hún er hækkuð upp að aftan til að forma hálsmálið (mislangar umferðir), með laskaermum þar sem útaukningar halla að laskanum. Í stað tvíbandaprjóns er í þessarri útfærslu alltaf prjónað með einum lit í einu og lykkjur færðar óprjónaðar til að mynda litla stjörnumunstrið sem einkennir peysuna. Hægt er að nota einungis tvo liti eða marga allt eftir því sem hugurinn girnist. Kantar eru frágengnir með snúruaffellingu þannig að munstrið nær að jöðrum og þannig hægt að sleppa stroffum ef óskað er. Þar sem prjónið ber sig vel þá mun kanturinn mun ekki rúlla upp á sig þó stroffum sé sleppt.

Bandið sem notað er í svörtu/bleiku og marglitu peysunni er Jameson & Smith 2ply Jumper Weight en í þeirri bláu og rústrauðu Brooklyn Tweed Loft. 

Previous
Previous

Ullarvikan 2021

Next
Next

The Glacier Sweater