
Thread Caravan
Verð prjónakennari í þessarri sérstöku ferð - Ný lífsreynsla og krefjandi verkefni sem ég hlakka mikið til.

Ullarvika á Suðurlandi South Iceland Wool Week
Ullarvikan á Suðurlandi er einstakur og frábær viðburður. Þar verð ég með námskeið. Hlakka mikið til að kenna og vera með í þessum einstaka viðburði.

Fyrirlestur - Íslensk Ull
Fyrirlestur og sýnikennsla fyrir erlenda ferðamenn sem hingað eru komnir til að læra um Ísland og íslenskar ullar og prjónahefðir.

Fyrirlestur í Kaupmannahöfn A Lecture in Copenhagen
Pakhusstrikk í Köben. Verð með fyrirlestur um prjónafíknina. Dásamlegt að vera á Íslandsbryggju, spjalla, prjóna og hanga með norrænum prjónakonum.
I will be going to Pakhusstrik in Copenhagen - Will be giving a lecture on the Knitting Addiction.

Prjónað á Skals – Skals Knitting
Fer með minni allra bestu vinkonu Hannele í Storkinum á prjónanámskeið hjá Hanne Rimmen á Skals. Svona ferð hefur lengi verið í bígerð og nú er loksins komið að því. Mikil tilhlökkun.
Going with my very best friend Hannele to Skals in August.

Prjónaferð á Hornstrandir
Fer aftur á Hornstrandir með yndislega hópnum frá í fyrra. Mikil tilhlökkun og prjónafiðringur.

Prjónagleði - Iceland Knit Fest
Verð á Prjónagleðinni á Blönduósi 7 - 9 júní. Mæti með peysur og uppskriftir. Hlakka til :)
Iceland Knit Fest - I will be there with sweaters and patterns.

Prjónanámskeið í Storkinum
Peysuprjón fyrir prjónara með reynslu: TENGIPRJÓN – alls konar aðferðir
24.000kr.
Fjögur skipti
Þrír miðvikudagar og einn laugardagur
Miðvikudagur 3. apríl kl. 18 – 20
Laugardagur 6. apríl kl. 10 – 12
Miðvikudagur 10. apríl kl. 18 – 20
Miðvikudagur 17. apríl kl. 18 – 20

Prjónanámskeið/Fyrirlestur í Kaupmannahöfn
Þennan dag verð ég með fyrirlestur og prjónadag á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn.

Prjónalíf - Samprjón
Þessa vorönn verðum við að prjóna saman Prjónalífspeysurnar í Storkinum, á Straumum og í Hespuhúsinu.






Prjónagleði 2022
Á Prjónagleðinni 2022 verð ég með námskeið í Myndprjóni, fyrirlestur um Prjón, sýningu á peysunum mínum sem verða í Prjónalíf bókinni og námskeið í Húfuprjóni úr Dórubandi.
Peysunámskeið í Hespuhúsinu í nóvember
Peysunámskeið í Hespuhúsinu í nóvember.
Á námskeiðinu verður kennt peysuprjón þar sem prjónuð er peysa með ísettum ermum ofan frá og niður með svokallaðri Tengiaðferð eða Continious Knitting Method. Prjónuð verður lokuð peysa með kvenlegu A-sniði, ísettum ermum og hringlaga hálsmáli. Hægt er að prjóna peysuna úr sérlituðum léttlopa frá Hespuhúsinu, öðrum léttlopa eða sambærilegu bandi í DK grófleika (prjónfesta 18 – 20 L á prjóna # 4).
Staðsetning
Hespuhúsið í Árbæjarhverfi. www.hespa.is
Tímasetningar
Mánudaginn 1 nóvember og miðvikudagana 3, 10 og 17 nóvember frá 18 – 20 öll skiptin.
Kennari
Helga Thoroddsen prjónhönnuður og textílkennari.
Tímaskipting
· Tími 1: Kynning á tengiaðferðinni, val á bandi, prjónfestuprufa.
· Tími 2: Prufuprjón – prjónuð prufa með byrjun á tengiaðferð.
· Tími 3: Prjónað eftir uppskrift með aðstoð kennara.
· Tími 4: Prjónað eftir uppskrift með aðstoð kennara.
Þátttakendafjöldi
Lágmarksþátttakendafjöldi 6 - Hámarksþátttakendafjöldi 10
Verð 30.000- kr
Innifalið í námskeiðinu er uppskrift af peysunni sem prjónuð verður, band í prufuprjón og létt hressing á meðan á námskeiði stendur.
Frekari upplýsingar og skráning
· Í síma: 863 – 4717 (Helga)
Myndprjónsnámskeið á miðvikudögum í október
Myndprjónsnámskeið í Storkinum tvo miðvikudaga í október. Sjá nánari upplýsingar HÉR
Peysuhönnun á laugardögum í október og nóvemner.
Peysuhönnunarnámskeið í Storkinum á laugardögum í október og nóvember. Sjá nánari upplýsingar HÉR
Klukkuprjón í Storkinum
Klukkuprjónsnámskeið í Storkinum á miðvikudögum í september. Nánari upplýsingar HÉR
Prjónagleði Blönduósi
Ég verð þátttakandi í Prjónagleði á Blönduósi 11 - 13 júní. Mun þar kenna tvílitt klukkuprjón og myndprjón. Spennandi!
Námskeið á Akureyri
Verð að kenna hina frábæru og skemmtilegu aðferð Julie Weisenberger - Cocoknits á Akureyri eftir páskana. Hlakka til.
Cocoknits í Storkinum
Kisa fílar Cocoknits
Skemmtilegt námskeið sem opnar á marga skemmtilega möguleika til að hanna út frá eigin hugmyndum eða bara prjóna fallegar peysur eftir Julie Weisenberger
4 skipti – LAUGARDAGA kl. 9:30 – 11:30
Fyrir miðlungsvana prjónara.
Á þessu námskeiði er tækifæri fyrir prjónara að kafa dýpra ofan í peysuprjón að hætti Julie Weisenberger sem er hönnuður og höfundur Cocoknits Sweater Workshop.
Í bókinni, sem fylgir með á námskeiðinu ásamt verkefnahefti, er farið skref fyrir skref yfir það hvernig Cocoknits aðferðin hjálpar til við að prjóna peysu sem er klæðileg og passar líkamsbyggingu þess sem á að nota hana.
Hægt verður að velja um nokkrar peysur í bókinni og þær eru allar prjónaðar ofan frá, með ísettum ermum sem eru prjónaðar við um leið eða með tengiaðferðinni.
Bókin er á ensku. Á námskeiðinu verður veitt hjálp við að fara eftir uppskriftunum og prjóntæknin sem lögð er til grundvallar kynnt.
Kennari: Helga Thoroddsen
Frekari upplýsingar um Helgu má finna á heimasíðunni: www.prjon.is
Innifalið: Bókin Cocoknits Sweater Workshop, Cocoknits Sweater Workshop Journal, hressing á námskeiðum, 15% afsláttur í Storkinum af garni í peysuna og öllu öðru meðan á námskeiðstíma stendur.
Verð: 25.000 kr.
Skráning neðar á síðunni.
Athugið að lágmarksfjöldi á námskeiðið er 5 nemendur, en hámarksfjöldi 8.
Cocoknits námskeið
Þetta námskeið er hafið en verður mögulega endurtekið eftir páska.
4 skipti – LAUGARDAGA kl. 9:30 – 11:30
6., 13., 20. og 27. febrúar
Fyrir miðlungsvana prjónara.
Á þessu námskeiði er tækifæri fyrir prjónara að kafa dýpra ofan í peysuprjón að hætti Julie Weisenberger sem er hönnuður og höfundur Cocoknits Sweater Workshop.
Í bókinni, sem fylgir með á námskeiðinu ásamt verkefnahefti, er farið skref fyrir skref yfir það hvernig Cocoknits aðferðin hjálpar til við að prjóna peysu sem er klæðileg og passar líkamsbyggingu þess sem á að nota hana.
Hægt verður að velja um nokkrar peysur í bókinni og þær eru allar prjónaðar ofan frá, með ísettum ermum sem eru prjónaðar við um leið eða með tengiaðferðinni.
Bókin er á ensku. Á námskeiðinu verður veitt hjálp við að fara eftir uppskriftunum og prjóntæknin sem lögð er til grundvallar kynnt.
Kennari: Helga Thoroddsen
Frekari upplýsingar um Helgu má finna á heimasíðunni: www.prjon.is
Innifalið: Bókin Cocoknits Sweater Workshop, Cocoknits Sweater Workshop Journal, hressing á námskeiðum, 15% afsláttur í Storkinum af garni í peysuna og öllu öðru meðan á námskeiðstíma stendur.
Verð: 25.000 kr.
Skráning neðar á síðunni.
Athugið að lágmarksfjöldi á námskeiðið er 5 nemendur, en hámarksfjöldi 8.