Back to All Events

Peysunámskeið í Hespuhúsinu í nóvember


  • Straumar Selfoss Iceland (map)

Peysunámskeið í Hespuhúsinu í nóvember.

Á námskeiðinu verður kennt peysuprjón þar sem prjónuð er peysa með ísettum ermum ofan frá og niður með svokallaðri Tengiaðferð eða Continious Knitting Method. Prjónuð verður lokuð peysa með kvenlegu A-sniði, ísettum ermum og hringlaga hálsmáli. Hægt er að prjóna peysuna úr sérlituðum léttlopa frá Hespuhúsinu, öðrum léttlopa eða sambærilegu bandi í DK grófleika (prjónfesta 18 – 20 L á prjóna # 4).

 Staðsetning

Hespuhúsið í Árbæjarhverfi. www.hespa.is

Tímasetningar

Mánudaginn 1 nóvember og miðvikudagana 3, 10 og 17 nóvember frá 18 – 20 öll skiptin.

 Kennari

Helga Thoroddsen prjónhönnuður og textílkennari.

 Tímaskipting

·      Tími 1: Kynning á tengiaðferðinni, val á bandi, prjónfestuprufa.

·      Tími 2: Prufuprjón – prjónuð prufa með byrjun á tengiaðferð.

·      Tími 3: Prjónað eftir uppskrift með aðstoð kennara.

·      Tími 4: Prjónað eftir uppskrift með aðstoð kennara.

 Þátttakendafjöldi

Lágmarksþátttakendafjöldi 6 - Hámarksþátttakendafjöldi 10

 Verð 30.000- kr

Innifalið í námskeiðinu er uppskrift af peysunni sem prjónuð verður, band í prufuprjón og létt hressing á meðan á námskeiði stendur.

 Frekari upplýsingar og skráning

·      helga@horseplay.is

·      Í síma: 863 – 4717 (Helga)

Previous
Previous
October 20

Myndprjónsnámskeið á miðvikudögum í október

Next
Next
June 10

Prjónagleði 2022