Kisa fílar Cocoknits
Skemmtilegt námskeið sem opnar á marga skemmtilega möguleika til að hanna út frá eigin hugmyndum eða bara prjóna fallegar peysur eftir Julie Weisenberger
4 skipti – LAUGARDAGA kl. 9:30 – 11:30
Fyrir miðlungsvana prjónara.
Á þessu námskeiði er tækifæri fyrir prjónara að kafa dýpra ofan í peysuprjón að hætti Julie Weisenberger sem er hönnuður og höfundur Cocoknits Sweater Workshop.
Í bókinni, sem fylgir með á námskeiðinu ásamt verkefnahefti, er farið skref fyrir skref yfir það hvernig Cocoknits aðferðin hjálpar til við að prjóna peysu sem er klæðileg og passar líkamsbyggingu þess sem á að nota hana.
Hægt verður að velja um nokkrar peysur í bókinni og þær eru allar prjónaðar ofan frá, með ísettum ermum sem eru prjónaðar við um leið eða með tengiaðferðinni.
Bókin er á ensku. Á námskeiðinu verður veitt hjálp við að fara eftir uppskriftunum og prjóntæknin sem lögð er til grundvallar kynnt.
Kennari: Helga Thoroddsen
Frekari upplýsingar um Helgu má finna á heimasíðunni: www.prjon.is
Innifalið: Bókin Cocoknits Sweater Workshop, Cocoknits Sweater Workshop Journal, hressing á námskeiðum, 15% afsláttur í Storkinum af garni í peysuna og öllu öðru meðan á námskeiðstíma stendur.
Verð: 25.000 kr.
Skráning neðar á síðunni.
Athugið að lágmarksfjöldi á námskeiðið er 5 nemendur, en hámarksfjöldi 8.