Back to All Events

Prjónanámskeið í Storkinum


  • Straumar Selfoss Iceland (map)

Peysuprjón fyrir prjónara með reynslu: TENGIPRJÓN – alls konar aðferðir

24.000kr.

Fjögur skipti

Þrír miðvikudagar og einn laugardagur

Miðvikudagur 3. apríl kl. 18 – 20

Laugardagur  6. apríl kl. 10 – 12

Miðvikudagur 10. apríl kl. 18 – 20

Miðvikudagur 17. apríl kl. 18 – 20

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig prjóna á peysu ofan frá og niður með sérstakri áherslu á fallegt form og snið. Kynntar verða nokkrar aðferðir við að hanna/prjóna peysu ofan frá með svo nefndri tengiaðferð sem felur í sér að prjóna alla hluta peysunnar saman (tengja) þannig að hvergi er saumur. Þátttakendur geta valið um að prjóna prufur og/eða prjóna ákveðna peysu og einbeita sér að þeirri prjónaaðferð.

Á heimasíðunni – https://www.prjon.is/uppskriftir-til-slu er að finna nokkrar góðar peysur sem allar eru prjónaðar ofan frá og niður með margvíslegri prjóntækni. Uppskriftirnar eru á íslensku og fylgir uppskrift að einni peysu með í námskeiðinu. Einnig er í boði að velja aðrar uppskriftir ef óskað er.

Þátttakendur hafi með sér:

· Prjóna – ýmsar stærðir og lengdir.

· Hjálparhluti í prjóni, s.s. prjónamerki, málband, skæri o.s.frv.

· Rissbók/blað, blýant og strokleður.

· Band í prufuprjón (einnig verður band í boði á staðnum).

Kennari: Helga Thoroddsen

Innifalið: Hressing á námskeiðum, 15% afsláttur í Storkinum af uppskrift og garni í peysuna og reyndar öllu öðru á meðan á námskeiðstíma stendur.

Previous
Previous
April 30

Prjónanámskeið/Fyrirlestur í Kaupmannahöfn

Next
Next
June 7

Prjónagleði - Iceland Knit Fest