Áróra

$8.00

Þessi peysa er prjónuð ofan frá og niður með svokallaðri tengiaðferð. Hún er með kvenlegu og klæðilegu sniði og er prjónuð úr bandi í DK grófleika á prjóna # 3 ½ , 4 og 4 ½ mm. Peysan er prjónuð fram og til baka, listinn síðast og er hann ásaumaður. Efri hluti peysunnar er aðsniðinn en útsláttur sem fenginn er með útaukningum í bolnum gefa henni fallegt og kvenlegt A – snið. Áróra er klassísk peysa sem fer fallega við kjóla.

Kaupa

Þessi peysa er prjónuð ofan frá og niður með svokallaðri tengiaðferð. Hún er með kvenlegu og klæðilegu sniði og er prjónuð úr bandi í DK grófleika á prjóna # 3 ½ , 4 og 4 ½ mm. Peysan er prjónuð fram og til baka, listinn síðast og er hann ásaumaður. Efri hluti peysunnar er aðsniðinn en útsláttur sem fenginn er með útaukningum í bolnum gefa henni fallegt og kvenlegt A – snið. Áróra er klassísk peysa sem fer fallega við kjóla.                                  

Til upplýsinga

• Gott er að lesa uppskriftina vel yfir áður en hafist er handa, það eykur skilning á prjónaferlinu.

• Vinsamlega látið vita ef villur finnast eða vantar aðstoð við uppskriftina - helga@horseplay.is 

• Hjálpargögn og frekari upplýsingar er að finna á – www.prjon.is

• Mælt er með að máta oft til að vega og meta hvernig stykkið passar og aðlaga að eigin vexti/málum eftir því sem hentar.

Garn
Marques (MCN DK) frá Primrose Yarn Co eða sambærilegt garn í DK grófleika. 

Mál (stærðir 1 – 9)
Mál eru án hreyfivíddar. Sjá máltöflu hér fyrir neðan.

Magn og metrafjöldi
Hespur 6 (6) (7) (7) (8) (8) (8) (9) (9) x 100 g – 1230 (1230) (1435) (1435) (1640) (1640) (1640) (1845) (1845) m.
Prjónfesta
Í sléttprjóni eftir þvott 22 L x 32 umf = 10 cm á prjóna # 4 mm

Prjónar
Prjónastærðir # 3 ½ , 4 og 4 ½  mm.