








Sunna
Peysan Sunna er hin fullkomna kósýpeysa og er allt í senn mjúk, létt og hlý. Peysan er einföld og fljótprjónuð en þó með smáatriðum sem gera hana klæðilega. Peysan er prjónuð með sléttprjóni ofan frá og niður, byrjað er á bakstykkinu og það prjónað fram og til baka að handvegi, síðan eru lykkjur prjónaðar upp fyrir framstykkin (annað í einu), axlir og hálsmál mótað. Eftir það eru framstykkin tengd saman og prjónuð að handvegi fram og til baka eins og bakstykkið. Mislangar umferðir eru notaðar til að móta snið á öxlum. Þegar handvegsbreidd er náð er fellt af fyrir handvegi, stykkin tengd saman og peysan prjónuð í hring frá handvegi að affellingu. Sunna er hönnuð sem stutt og víð peysa en auðvelt er að leika sér með sídd og vídd allt eftir óskum hvers og eins. Peysan er gefin upp í 9 stærðum og er með 8-12 cm hreyfivídd.
Peysan Sunna er hin fullkomna kósýpeysa og er allt í senn mjúk, létt og hlý. Peysan er einföld og fljótprjónuð en þó með smáatriðum sem gera hana klæðilega. Peysan er prjónuð með sléttprjóni ofan frá og niður, byrjað er á bakstykkinu og það prjónað fram og til baka að handvegi, síðan eru lykkjur prjónaðar upp fyrir framstykkin (annað í einu), axlir og hálsmál mótað. Eftir það eru framstykkin tengd saman og prjónuð að handvegi fram og til baka eins og bakstykkið. Mislangar umferðir eru notaðar til að móta snið á öxlum. Þegar handvegsbreidd er náð er fellt af fyrir handvegi, stykkin tengd saman og peysan prjónuð í hring frá handvegi að affellingu. Sunna er hönnuð sem stutt og víð peysa en auðvelt er að leika sér með sídd og vídd allt eftir óskum hvers og eins. Peysan er gefin upp í 9 stærðum og er með 8-12 cm hreyfivídd.
Peysan Sunna er hin fullkomna kósýpeysa og er allt í senn mjúk, létt og hlý. Peysan er einföld og fljótprjónuð en þó með smáatriðum sem gera hana klæðilega. Peysan er prjónuð með sléttprjóni ofan frá og niður, byrjað er á bakstykkinu og það prjónað fram og til baka að handvegi, síðan eru lykkjur prjónaðar upp fyrir framstykkin (annað í einu), axlir og hálsmál mótað. Eftir það eru framstykkin tengd saman og prjónuð að handvegi fram og til baka eins og bakstykkið. Mislangar umferðir eru notaðar til að móta snið á öxlum. Þegar handvegsbreidd er náð er fellt af fyrir handvegi, stykkin tengd saman og peysan prjónuð í hring frá handvegi að affellingu. Sunna er hönnuð sem stutt og víð peysa en auðvelt er að leika sér með sídd og vídd allt eftir óskum hvers og eins. Peysan er gefin upp í 9 stærðum og er með 8-12 cm hreyfivídd.
Garn
• Volare 4ply (fínband/fingering) og Rowan Fine Tweed Haze.
• Prjónað er úr bandinu tvöföldu, þ.e. einum þræði af hvorri bandtegund.
• Metrafjöldi að lágmarki – 700 (875) (875) (1.050) (1.050) (1.225) (1.225) (1.400) (1.575) m af hvorri bandtegund.
• Einnig má nota annað band í svipuðum/sama grófleika.
Prjónar
Prjónastærðir # 5 – 7 mm
Prjónfesta
• 13 L x 24 umf á prj # 6 mm = 10 x 10 cm – (sléttprjón eftir þvott).
Stærðir
• Yfirvídd – 84 (94) (104) (114) (124) (134) (144) (134) (154) cm (innifalin í málinu er 8 – 12 cm hreyfivídd).
• Handvegsbreidd – 22 (23) (24) (25) (26) (27) (27) (27) (27) cm.
• Sídd frá handvegi – 30 (32) (34) (36) (38) (40) (40) (40) (40) cm.
• Bakbreidd (efst – frá handvegi til handvegs, – 50 (52) (54) (56) (58) (60) (62) (64) (66) cm.