Innihald/band
• Þingborgarplötulopi – 100 % sérvalin íslensk ull.
• Þingborgareinband frá Halldóru Óskarsdóttur – Wool by Dora.
• Einnig má nota annað band sem gefur svipaða prjónfestu.
• Peysan er öll prjónuð með því að halda saman 1 þræði af plötulopa og 1 þræði af einbandi.
Magn
• Lopaplöturnar eru seldar eftir vikt og eru sirka 100 – 120 gr hver.
• Jurtalitaða einbandið er selt í 50 gr hespum og 10 gr smádokkum.
• Af hvorum þræði – 200 (200) (200) (200) (300) (300) (300) (400) (400) gr.
• Ath erfitt er að gefa upp mjög nákvæmam metrafjölda í þetta verkefni en tölurnar hér að ofan gefa nokkurt viðmið um hvað þarf mikið í peysuna.
Prjónfesta (sléttprjón, báðir þræðir – eftir þvott á prj # 5)
• 14 L x 18 umf = 10 cm x 10 cm.
Prjónastærðir
• Prjónastærðir frá # 5 – 6 mm.
Stærðir
• Yfirvídd – 84 (94) (104) (114) (124) (134) (144) (134) (154) cm (innifalin í málinu er 8 – 10 cm hreyfivídd).
• Sídd frá handvegi – 38 (39) (40) (42) (44) (44) (45) (46) (48) cm.
• Ermalengd frá handvegi – 40 (41) (42) (42) (42) (43) (43) (44) (44) cm.
• Upphandleggsvídd – (innifalin í málinu er 6 – 8 cm hreyfivídd) – 31 (34) (38) (40) (42) (46) (50) (56) (60) cm.
• Mjaðmavídd – 96 (102) (108) (118) (128) (138) (148) (158) (168) cm – (innifalin í málinu er 10 – 12 cm hreyfivídd).
• Peysan er fremur víð í sniðinu með 8 – 10 cm hreyfivídd sem bætist við yfirvíddina.