Garn
Í peysuna eru notaðir 2 litir Shetland Heritage 100% ull og Lamana Premia silkimohair.
Prjónað er með 1 þræði af Shetland Heritage og 1 þræði af Lamana Premia saman.
Einnig má nota sambærilegt band í svipuðum grófleika.
Magn og metrafjöldi
Shetland Heritage - Litur A (grunnlitur) – 880 (1100) (1320) (1540) (1760) (1980) (2200) (2200) m.
Shetland Heritage – Litur B – (munsturlitur) 220 (220) (330) (330) (440) (440) (660) (660) m.
Lamana Premia – Litur A – 848 (1060) (1272) (1484) (1696) (1908) (2100) (2100) m.
Lamana Premia – Litur B – 212 (212) (212) (212) (424) (424) (636) (636) m.
Prjónfesta
Einn þráður af hvorri bandtegund = 24 L x 28 umf = 10 x 10 cm í sléttprjóni eftir þvott á prjóna # 4 ½ mm.
Prjónar
Prjónastærðir – 4 ½ - 5 mm.
Stærðir
Peysan er gefin upp í stærðum 1 – 8. Sjá máltöflu til viðmiðunar.