Til upplýsinga
• Gott er að lesa uppskriftina vel yfir áður en hafist er handa, það eykur skilning á prjónaferlinu.
• Vinsamlega látið vita ef villur finnast eða vantar aðstoð við uppskriftina - helga@horseplay.is
• Hjálpargögn og frekari upplýsingar er að finna á – www.prjon.is
• Mælt er með að máta oft til að vega og meta hvernig stykkið passar og aðlaga að eigin vexti/málum.
Garn
Leizu Fingering Simple frá Julie Asselin (fínband) eða annað band í sambærilegum grófleika.
Magn og metrafjöldi
• Litur A (dökkbleikt) -– 1 (1) (1) (2) (2) (2) (2) (3) (3) x 100 g – 438 (438) (438) (876) (876) (876) (876) (1314) (1314) m.
• Litur B – (ljósbleikt) – 1 (1) (1) (1) (1) (2) (2) (2) (2) x 100 g – 438 (438) (438) (438) (876) (876) (876) (876) (876) m.
• Litur C – (dökkgrátt) –1 (1) (1) (1) (1) (2) (2) (2) (2) x 100 g, 438 (438) (438) (438) (438) (876) (876) (876) (876) (876) m.
Prjónfesta
25 L x 39 umf = 10x10 cm (sléttprjón á prjóna # 3 eftir þvott).
Prjónar
Prjónastærðir # 3 og 3 ½ mm.
Stærðir
• Yfirvídd – 88 (99) (108) (118) (129) (139) cm, hreyfivídd er 4 – 6 cm.
• Mjaðmaummál – 96 (106) (116) (126) (136) (146) cm, hreyfivídd er 8 – 10 cm.
• Handvegsbreidd (þetta mál er helmingurinn af upphaldleggsbreidd með hreyfivídd 2 cm) – 14 (15) (16) (17) (18) (19) cm.
• Sídd - handvegur að affellingu – 30 (32) (34) (36) (38) (40) cm.
• Bakbreidd (handvegur til handvegs) – 50 (56) (60) (68) (70) (74) cm.