Til upplýsinga
• Gott er að lesa uppskriftina vel yfir áður en hafist er handa, það eykur skilning á prjónaferlinu.
• Vinsamlega látið vita ef villur finnast eða vantar aðstoð við uppskriftina - helga@horseplay.is
• Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni – www.prjon.is
• Mælt er með að máta oft til að vega og meta hvernig peysan passar og aðlaga að eigin vexti/málum eftir því sem hentar.
Garn
Mohair (Boucle) by Canard eða sambærilegt garn.
Magn og metrafjöldi
Í peysuna fara - 4 (4) (5) (5) (6) (6) (7) (7) (8) x 100 g (170 m/100 gr) – 680 (680) (850) (850) (1020) (1020) (1190) (1190) (1360) m.
Prjónfesta
Í sléttprjóni eftir þvott u.þ.b. 18 L x 26 umf = 10 x 10 cm á prjóna # 5 mm.
Ath. það er mjög erfitt að gefa upp nákvæma prjónfestu fyrir þetta band.
Prjónar
Prjónar # 5 – 7 mm
Stærðir
Sjá máltöflu hér að neðan.