Til upplýsinga
• Gott er að lesa uppskriftina vel yfir áður en hafist er handa.
• Aftast í uppskriftinni er að finna munsturteikningu, máltöflu og lista yfir skammstafanir.
• Vinsamlega látið vita ef villur finnast eða vantar aðstoð - helga@horseplay.is
• Máltöflur og frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni – www.prjon.is
• Mælt er með að máta oft til að vega og meta hvernig stykkið passar og aðlaga að eigin málum.
Garn
Í peysuna eru notaðir 2 litir Lamana Milano 100% ull og Lamana Premia silkimohair. Prjónað er með 1 þræði af Lamana Merida og 1 þræði af Lamana Premia saman. Einnig má nota sambærilegt band í svipuðum grófleika. Ath bandþörf er til viðmiðunar en getur verið mismunandi.
Magn og metrafjöldi
• Lamana Milano - Litur A (grunnlitur) - 900 (1080) (1080) (1260) (1440) (1620) (1800) (1980) m.
• Lamana Premia - Litur A - (grunnlitur) - 900 (1200) (1200) (1200) (1500) (1500) (1800) (1800) m.
• Lamana Milano - Litur B - (munsturlitur) - 360 (360) (360) (540) (720) (720) (900) (900) m.
• Lamana Premia - Litur B - (munsturlitur) 300 (300) (300) (600) (600) (600) (900) (900) m.
Prjónfesta
Einn þráður af hvorri bandtegund = 24 L x 28 umf = 10 x 10 cm í sléttprjóni eftir þvott á prjóna # 4 ½ mm.
Prjónar
Prjónastærðir – 4 1/2 - 5 1/2 mm.
Stærðir
Peysan er gefin upp í stærðum 1 – 8. Sjá máltöflu til viðmiðunar.