Ullarvikuhúfan 2026

Sale Price: $0.00 Original Price: $0.00

Innblástur fyrir Ullarvikuhúfuna 2026 kemur úr Íslensku Sjónabókinni en þar er að finna safn munstra sem fundist hafa í íslensku handverki, aðallega vefnaði og útsaum. Munstrið sem er úr sjónabók frá sirka 1860 er óvenjulega nútímalegt og stílhreint og hentar einstaklega vel fyrir prjón. Húfan er prjónuð úr fínbandi sem heitir Dís og er framleitt hjá Spunaverksmiðjunni Uppspuna. Bandið er úr 100% íslenskri lambsull og er framleitt í mörgum náttúrulegum litaafbrigðum og einnig litað sem býður upp á mikla möguleika litasamspils og einstaklingsáhrifa á hönnun húfunnar. Á bandinu er fallegur perlusnúður sem gerir það skemmtilegt að prjóna úr og við þvott blómstrar það mikið sem gefur prjónlesinu einstaklega fallega áferð, fyllingu og mýkt.

Innblástur fyrir Ullarvikuhúfuna 2026 kemur úr Íslensku Sjónabókinni en þar er að finna safn munstra sem fundist hafa í íslensku handverki, aðallega vefnaði og útsaum. Munstrið sem er úr sjónabók frá sirka 1860 er óvenjulega nútímalegt og stílhreint og hentar einstaklega vel fyrir prjón. Húfan er prjónuð úr fínbandi sem heitir Dís og er framleitt hjá Spunaverksmiðjunni Uppspuna. Bandið er úr 100% íslenskri lambsull og er framleitt í mörgum náttúrulegum litaafbrigðum og einnig litað sem býður upp á mikla möguleika litasamspils og einstaklingsáhrifa á hönnun húfunnar. Á bandinu er fallegur perlusnúður sem gerir það skemmtilegt að prjóna úr og við þvott blómstrar það mikið sem gefur prjónlesinu einstaklega fallega áferð, fyllingu og mýkt.

Band

Dís frá Uppspuna (fínband) 100 % íslensk lambsull. Einnig má nota annað sambærilegt band s.s. einband frá Dórubandi, Hespu, Love Story frá Helene Magnusson og/eða einþráða lopa frá Hörpugull. Húfan vegur 45 - 50 gr sem gerir 2 dokkur af Dís. 

Prjónar og aukahlutir

Hringprjónar 40 cm í stærðum 2 ½  og 3 mm. Sokkaprjónar í sömu stærðum. Prjónamerki, málband, skæri og nál. 

Prjónfesta 

32 L = 10 cm í tvíbandaprjóni á prjóna nr. 3 mm eftir þvott.